[x]
8. september 2005

Samvinna JPL, Sævarar, HA og ÍSOR um prófun rannsóknartækis!

Í síðustu viku dvöldu Alberto Behar og Jarett Matthews, sem báðir eru verkfræðingar við JPL (Jet Propulsion Laboratory) í Kaliforníu, á Akureyri við prófanir á rannsóknartæki sem þeir eru að smíða. JPL er ein af rannsóknarstöðvum NASA (geimferðastofnun bandaríkjanna) og sú þeirra sem hefur með ómannaða rannsóknarfarkosti að gera. Alberto og Jarett eru að þróa tæki til töku lífrænna sýna úr neðansjávarhverum á miklu dýpi (allt að 5 km). Sýnatökubúnaðurinn var prófaður við hverastrýturnar útaf Arnarnesi í samvinnu við köfunarfyrirtækið Sævör, ÍSOR á Akureyri og Auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Þar gafst Alberto og Jarett tækifæri til að kafa niður með tækinu og fylgjast með því við sýnatökuna. Áður hafði tækið verið prófað í sundlaug. Sýnatakan gekk vel og mikilvæg reynsla fekkst sem nytist við áframþróun tækisins. Hugsanlegt er að þeir félagar komi hingað aftur til tækjaprófana síðar.