[x]
19. september 2019

Samstarfssamningur ÍSOR og GSE frá Japan

Ólafur G. Flóvenz forstjóri ÍSOR, Akiko Hasegawa verkefnastjóri GPSS, Takahiro Kurata forstjóri GDI og Bjarni Richter sviðstjóri ÍSOR. Ljósmynd Brynja Jónsdóttir. Um miðjan september undirrituðu ÍSOR og japanska fyrirtækið Geoscience Enterprise Inc. (GSE) rammasamning um samstarf í jarðhitaverkefnum í Japan. Samningurinn er til þriggja ára og kveður á um samstarf um verkefni er tengjast rannsóknum á sviði jarðhita í Japan, bæði vegna raforkuframleiðslu og beinnar nýtingar jarðhita.

Geoscience Enterprise Inc. (GSE) er japanskt rannsókna- og þróunarfyrirtæki með áherslu á jarðvísindi. Það er í eigu GPSS Holdings Inc., sem er japanskur orkuframleiðandi sem framleiðir orku með endurnýjanlegum orkugjöfum, og Geothermal Development & Investment Inc. (GDI) sem er fjármögnunaraðili fyrir lítil og meðalstór jarðhitaverkefni í Japan.

ÍSOR hefur starfað töluvert í öðrum Asíulöndum, bæði sem ráðgjafi og rannsókna- og eftirlitsaðili, og annast þjálfun nemenda á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn var undirritaður af þeim Takahiro Kurata, forstjóra GSE, og Ólafi G. Flóvenz, forstjóra ÍSOR.

Samningurinn var undirritaður af þeim Takahiro Kurata, forstjóra GSE, og Ólafi G. Flóvenz, forstjóra ÍSOR.