[x]
28. apríl 2017

Samorkuþing

ÍSOR tekur þátt í vorþingi Samorku sem haldið er í Hofi á Akureyri dagana 4. til 5. maí, bæði með fyrirlestrum og kynningum. Þetta er einn stærsti vettvangur fyrir orku- og veitugeirann á landinu til að koma saman og ræða það sem er efst á baugi. Á þinginu verður að þessu sinni sérstök áhersla lögð á loftslags- og umhverfsmál. Erindi sérfræðinga ÍSOR má sjá hér að neðan en alla dagskrána má nálgast á vef Samorku.

 • Vannýtt auðlind í meðalhitakerfum á Íslandi – Varmaafl og möguleg raforkuvinnsla
  Björn Már Sveinbjörnsson, tæknifræðingur 
 • Líkanreikningar fyrir lághitasvæði
  Sæunn Halldórsdóttir, deildarstjóri jarðvísinda
 • Conceptual and Numerical Modelling Approach for Groundwater Issues
  Vaiva Cypaite, jarðfræðingur
 • Árangursrík jarðhitaleit og borun við Langhús í Fljótum
  Þórólfur H. Hafstað, jarðfræðingur og Bjarni Gautason, jarðfræðingur og útibússtjóri
 • Áhrif jarðganga á grunnvatnsstöðu og vatnsbúskap jarðhitakerfa
  Magnús Ólafsson, jarðefnafræðingur

Sérfræðingar ÍSOR vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flesta á þinginu og hjá kynningarbás ÍSOR, en þar verður m.a. ný jarðfræðikortavefsjá, sem og önnur vefþjónusta ÍSOR kynnt.