[x]
26. maí 2015

Samgöngusamningur hjá ÍSOR

Hjólageymsla hjá ÍSOR. ÍSOR býður starfsmönnum sínum að gera samgöngusamning. Samgöngusamningurinn felst í að starfsmenn skuldbinda sig að nota vistvænan samgöngumáta á leið sinni til og frá vinnu. Allir starfsmenn ÍSOR hafa nú skrifuðu undir samgöngusamninginn.

Að sögn Guðrúnar Erlingsdóttur deildarstjóra innri þjónustu er um tilraunaverkefni að ræða. „Við ætlum að endurskoða samninginn að ári en erum auðvitað glöð með það hversu margir vilja taka þátt í þessu átaki. Þetta er hefðbundinn samningur þar sem starfsmenn skuldbinda sig til að ýmist hjóla, ganga eða ferðast með strætisvögnum. Þetta er hluti af stefnu ÍSOR í umhverfismálum og felur í sér samfélagsábyrgð. Ávinningurinn er ánægt starfsfólk og góð heilsuefling.“

Allir starfsmenn ÍSOR skrifuðu undir samgöngusamninginn sem gildir í eitt ár og skuldbinda sig þar með til að ferðast um á hjóli, ganga eða taka aðrar almenningssamgöngur um það bil þrisvar í viku til og frá vinnustað. Þegar svona samningur er gerður er nauðsynlegt að geta boðið upp á góða aðstöðu. Fyrir þá sem koma á hjólum er t.d. ágæt aðstaða hjá ÍSOR. Það eru sturtur í húsinu og fyrir fáum árum voru byggð hjólaskýli við húsið sem eykur á þægindin.

Leiðbeiningar Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum: http://www.lhm.is/lhm/frettir/884-leidbeiningar-lhm-2-utgafa