[x]
1. mars 2017

Ráðherra í heimsókn

Björt Ólafsdóttir ráðherra og Ólafur G. Flóvenz forstjóri að skoða jarðfræðikortavefsjá.

Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, kom í heimsókn og kynnti sér starfsemi ÍSOR.

Á meðal þess sem ráðherrann kynnti sér var jarðskjálftamælanetið sem ÍSOR hefur komið upp fyrir orkufyrirtækin á Reykjanesi og við Kröflu. Hún fékk sutta kynningu á þjónustu ÍSOR við boranir, skoðaði borholumælingabíla og tækjabúnaðinn sem þeirri þjónustu fylgir. Eins kynnti hún sé jarðfræðikortagerð hjá ÍSOR en fjögur kort af gosbelti landsins eru komin út. Að lokum var efnarannsóknarstofan skoðuð.

Með ráðherra í för voru þau Steinar Kaldal aðstoðarmaður, Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi.

ÍSOR þakkar Björt Ólafsdóttur ráðherra og hennar föruneyti fyrir ánægjulega heimsókn.

Björt Ólafsdóttir ráðherra kynnir sér jarðfræðikortagerð hjá ÍSOR.

Björt Ólafsdóttir ráðherra og föruneyti við borholumælingabíl ÍSOR.

Jarðskjálftamælanet ÍSOR.