[x]
2. maí 2007

Olíuleit innan seilingar?

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið hefur Iðnaðarráðuneytið lagt fram til umsagnar skýrslu með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn, ásamt drögum að umhverfismati þeirrar áætlunar í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Umhverfismatið tekur til hugsanlegra áhrifa helstu framkvæmdaþátta olíuleitaráætlunarinnar á umhverfið. Íslenskar orkurannsóknir, fyrir hönd Orkustofnunar, hafa komið að gerð þessarar skýrslu og fjallað um jarðfræði svæðisins og olíulíkur. Frekari upplýsingar era ð finna á vef Orkustofnunar (www.os.is).