[x]
22. september 2004

Nýtt XRD tæki hjá ÍSOR

Tækið er af gerðinni D8 Focus frá Bruker AXS í Karlsruhe í Þýskalandi. Aðaleigandi tækisins eru Íslenskar orkurannsóknir en kaupverð var að hluta greitt með styrkfé frá Rannís. Þá tóku Náttúrufræðistofnun Íslands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Iðntæknistofnun, Háskóli Íslands og Norræna eldfjallastöðin þátt í kaupunum. Tækið nýtist fyrst og fremst í rannsóknum á jarðhita, á  jarðfræðilegri uppbyggingu jarðhitakerfa en auk þess vegna vinnslu og nýtingu jarðhita. Þá mun tækið verða notað í almennum rannsóknum á kristalbyggingu fastra efna meðal annars í byggingar- og lyfjaiðnaði auk almennra fastefnisrannsókna. Nýja tækið leysir af hólmi um 30 ára gamalt XRD tæki sem áður var á Orkustofnun og síðar á Íslenskum orkurannsóknum og mun auka rekstraröryggi og afköst en nýja tækið er útbúið með sjáfvirkum sýnamatara.