[x]
12. janúar 2015

Nýtt berggrunnskort af Íslandi

Berggrunnskort af Íslandi.ÍSOR hefur gefið út nýtt berggrunnskort af Íslandi í mælikvaðanum 1:600 000. Hið nýja jarðfræðikort byggist á gömlum grunni en birtir einnig fjölmargar nýjungar. Kortið sýnir berggrunn landsins, bergtegundir og aldur bergs. Það dregur fram stærstu drættina í jarðfræðinni og á hvaða jarðsöguskeiðum hinir ýmsu hlutar berggrunnsins mynduðust. Kortið er unnið í samræmi við nýjar alþjóðlegar skilgreiningar á skiptingu jarðsöguskeiða sem gengu í gildi 2012.  Móbergsmyndunum gosbeltanna er skipt upp í aldursflokka, þ.e. ungt móberg frá síðasta jökulskeiði og eldra móberg. Hin eldvirku svæði sjást vel og dreifing gosstöðva sem og nákvæmar útlínur hrauna. Þeim er skipt upp í söguleg hraun, forsöguleg hraun frá hólósen (nútíma) og hraun frá síðjökultíma. Helstu jarðhitastaðir eru sýndir, einnig sprungur og misgengi, virkar og óvirkar megineldstöðvar, öskjur og margt annað.

Á bakhlið kortsins er jarðsaga Íslands og þróun landsins rakin í máli og myndum allt frá opnun Atlantshafsins.

TÁ bakhlið kortsins er jarðsaga og þróun landsins rakin í máli og myndum.exti kortsins er á íslensku og ensku.

Höfundar kortsins eru jarðfræðingarnir Árni Hjartarson og Kristján Sæmundsson. Um kortahönnun sá Guðrún Sigríður Jónsdóttir.

Kortið verður til sölu í almennum bókaverslunum og á helstu ferðamannastöðum landsins.

Þetta er þriðja jarðfræðikortið sem ÍSOR gefur út frá árinu 2010. Hin tvö voru í mælikvarðanum 1:100 000 og voru af Suðvesturlandi og af Nyðri hluta Norðurgosbeltisins. Sjá nánari hér á vefnum undir jarðfræðikort.