[x]
17. febrúar 2009

Nýr starfsmaður, Ari Ingimundarson

Nýr starfsmaður, Ari Ingimundarson vélaverkfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa á verkfræðideild ÍSOR. Ari lauk prófi í vélaverkfræði frá HÍ árið 1997, meistaraprófi frá Háskólanum í Lundi árið 2000 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2003. Að námi loknu starfaði Ari við Tækniháskólann í Katalóníu á Spáni þar til fyrir rúmu ári að hann réðst til starfa hjá ENEX hf. þar sem hann vann að ýmsum verkfræðilegum viðfangsefnum tengdum jarðhita.
Starfsvið Ara hjá ÍSOR mun fyrst og fremst lúta að ýmsum hefðbundnum verkfræðistörfum á sviði jarðhitanýtingar og bortækni, þar með talin kennsla við Jarðhitaskólann.

Ari er boðinn velkominn til starfa.