[x]
11. september 2007

Nýr samningur um djúpboranir undirritaður

Fyrir skömmu undirrituðu helstu samstarfsaðilar um djúpboranir á Íslandi nýjan samstarfssamning. Í samningnum felst að fyrsta djúpa holan verður boruð niður í 4-5 km dýpi við Kröflu á árinu 2008, en að jafnframt verði boraðar tvær aðrar holur, annars vegar á Hengilssvæðinu og hins vegar á Reykjanesi. Að samningnum standa Hitaveita Suðurnesja hf, Landsvirkjun, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur og Alcoa Inc., sem nú hefur bæst í hóp þeirra sem fjármagna rannsóknarþátt djúpborunarverkefnisins. Sjá nánar í fréttatilkynningu frá IDDP