[x]
27. apríl 2006

Nýr fjölnotabíll í flota ÍSOR

Í dag fékk ÍSOR afhentan nýjan bíl sem ætlaður er í ýmis verkefni. Bíllinn er í grunninn Mercedes Benz Sprinter en var breytt hjá Achleitner í Austurríki og heitir eftir það Mantra. Hann er fjórhjóladrifinn og á 38 tommu hjólbörðum, með læsingar í fram og afturdrifum, og ætti því ekki að stranda í fyrstu ófærum.  Hann verður meðal annars notaður við jarðeðlisfræðimælingar í óbyggðum. Þá er gert ráð fyrir að hann verði einnig notaður fyrir lausan borholumælingabúnað. Á myndinni handsala rekstrarstjóri ÍSOR og Árni Árnason sölumaður Ræsis afhendinguna.