[x]
11. maí 2015

Ný stjórn ÍSOR

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði í aprílmánuði 2015 nýja stjórn ÍSOR til fjögurra ára.

Stjórnina skipa nú:

Sigrún Traustadóttir viðskiptafræðingur, stjórnaformaður.
Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrv. háskólarektor.
Ásta Björg Pálmadóttir viðskiptafræðingur, sveitastjóri í Skagafirði.
Stefán Guðmundsson viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Ingveldur Sæmundsdóttir viðskiptafræðingur, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra.

Sigrún og Sveinbjörn sátu í fyrri stjórn en hin þrjú koma nú ný inn í stjórn ÍSOR.

Úr stjórn ÍSOR gengu Ingvi Már Pétursson, skrifstofustjóri í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, og þær Guðrún Helga Brynleifsdóttir lögfræðingur og Svanfríður Jónasdóttir fyrrv. bæjarstjóri, en þær höfðu setið í stjórn ÍSOR frá upphafi.

ÍSOR flytur þessu ágæta fólki alúðarþakkir fyrir gott og ánægjulegt samstarfi á liðnum árum.

Sigrún TraustadóttirSveinbjörn BjörnssonÁsta Björg PálmadóttirStefán GuðmundssonIngveldur Sæmundsdóttir