[x]
16. janúar 2004

Ný og öflug PC vinnustöð fyrir hafsbotnsrannsóknir

 

 
Nýlega var keypt, til ÍSOR, ein öflugasta sjálfstæða PC vinnustöðin á Íslandi. Er þetta Dell tölva, Precision 650, með tveimur 3,2 GHz Xeon örgjörvum, 4 GB í vinnsluminni, um 180 GB af hraðvirkum SCSI harðdiskum með ljósleiðaratengjum og öflugt þrívíddarskjákorti frá nVIDIA. Með tölvunni komu einnig tveir Ultra Sharp 20? flatir skjáir frá Dell.

Hlutverk hennar er að halda utan um hljóðendurvarpsmælingar (bæði ný og eldri gögn) og fjölgeisladýptarmælingar sem og vinna úr þeim. Er nú verið að setja hana upp með öflugum hugbúnaði til þessa verks og hefur það gengið vel.

 
Hugbúnaður til að vinna úr hljóðendurvarpsmælingum kallast Kingdom Suite og er hann einn sá öflugasti á sínu sviði. Til meðhöndlunar, samtvinnunar og frágangs á þverfaglegum gögnum hefur einnig verið fjárfest í þrívíddarforritinu Fledermaus. Á myndinni hér fyrir ofan sést Kolbeinseyjarhryggur en á neðri myndinni þversnið þvert yfir hrygginn um hvítu línuna é efri myndinni. Lengd sniðsins eru 10 km.