[x]
9. júní 2009

Ný ESB-tilskipun um endurnýjanlegar orkulindir

Jarðhiti er skilgreindur alþjóðlega sem endurnýjanleg orkulind.

Nokkuð hefur borið á því að einstaka menn hafa haldið því fram að jarðhiti sé ekki endurnýjanleg orkulind. Þótt vissulega sé hægt að finna rök fyrir því að svo sé ekki hefur alþjóðasamfélagið komist að þeirri niðurstöðu að telja beri jarðhitann sem endurnýjanlega orkulind. Þann 23. apríl 2009 var samþykkt  ný tilskipun Evrópusambandsins um endurnýjanlegar orkulindir (DIRECTIVE 2009/28/EC) og hún birt og gefin út í  „stjórnartíðindum“ bandalagsins 5. júní 2009 (Official Journal of the European Union). Þar er skilgreint hvað teljist endurnýjanlegar orkulindir:

Grein 2 (a) í tilskipuninni hljóðar svo:

‘Energy from renewable sources’ means energy from renewable non-fossil sources, namely wind, solar, aerothermal, geothermal, hydrothermal and ocean energy, hydropower, biomass, landfill gas, sewage treatment plant gas and biogases;

Í lauslegri þýðingu  hljómar skilgreiningin svo á íslensku:

„Með endurnýjanlegum orkulindum er átt við orku frá endurnýjanlegum orkulindum, sem ekki byggja á jarðefnaeldsneyti, þ.e. orku úr eða frá  vindi, sól, lofthita, jarðhita, hita í yfirborðsvatni og haforku, vatnsorku, lífmassa, haugagasi, skolphreinsistöðvum og lífgasi.“

Í sömu tilskipun segir enn fremur í grein 2 (c):

Geothermal energy’ means energy stored in the form of heat beneath the surface of solid earth;


sem á íslensku útleggst þannig:

„Með jarðhita er átt við orku sem geymd er á formi varma undir yfirborði hinna föstu jarðar“

 Í ljósi þessa er eðlilegt að jarðhitamenn hætti að eyða púðri í deilur um hvort jarðhitinn sé endurnýjanleg orkulind eða ekki en beini heldur umræðu um jarðhita að mikilvægari atriðum en þrefi um skilgreiningar. ESB-tilskipunina í heild sinni má nálgast hér.