[x]
13. febrúar 2010

Norræni þróunarsjóðurinn athugar samstarf við Íslendinga í jarðhitamálum

Sendinefnd á vegum norræna þróunarsjóðsins (NDF) var hér í heimsókn á dögunum til að kynna sér jarðhitastarfsemi Íslendinga með væntanlegt samstarf í jarðhitamálum í huga. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) skipulagði dagskrána og áttu fulltrúar frá ÍSOR fund með nefndinni ásamt fulltrúum frá utanríkisráðuneytinu, ÞSSÍ og Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Eins og fram kemur á vefsíðu ÞSSÍ hafði sendinefndin meðal annars mikinn áhuga á jarðhitaverkefninu í Níkaragva, en ÍSOR er aðalráðgjafi ÞSSÍ í jarðhitaverkefni stofnunarinnar. Þar er gert ráð fyrir að ÍSOR veiti sérfræðiaðstoð á sviði jarðhita á tímabilinu frá 2009 til 2012. Ætlunin er að skapa og auka þekkingu heimamanna á jarðhitamálum og beinist verkefnið sérstaklega að þeim ríkisstofnunum sem koma að jarðhitamálum í landinu og miðar að því að styrkja þær til að sinna þeim skyldum sem að þeim snúa.

Nánar má lesa um jarðhitaverkefnið í Níkaragva hér á vefsíðu ÍSOR.

 

 

 

Einnig er hægt að fylgjast með verkefninu á fréttasíðum ÍSOR:

Ráðgjafar ÍSOR við störf í Níkaragva (02.07.2009)

Námskeið í borholujarðfræði á vegum ÍSOR í Níkaragva (29.01.2009)