[x]
23. nóvember 2007

Námskeið í Kenía

Nýlega lauk námskeiði í jarðhitafræðum „Short Course II on Surface Exploration for Geothermal Resources“ fyrir sérfræðinga frá Austur-Afríku í Kenía. Þrír starfsmenn ÍSOR, þeir Halldór Ármannsson jarðefnafræðingur, Knútur Árnason eðlisfræðingur og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur kenndu á námskeiðinu. Námskeiðið var haldið á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og KenGen í Kenía dagana 2.-17. nóvember s.l. Námskeiðið er liður í framlagi Íslands til þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og er hið 3 sinnar tegundar.Fyrsta námskeiðið var haldið árið 2005.

Þátttakendur voru 30 og komu frá 11 löndum Austur-Afríku. Auk þeirra voru 25 leiðbeinendur.

Þátttakendur og leiðbeinendur á jarðhitanámskeiði í Kenía 2007.

Fyrirlestrar og greinar verða gefin út og verður hægt að nálgast efnið á vef Jarðhitaskólans eftir nokkrar vikur.