[x]
21. desemeber 2017

Námskeið fyrir stjórnendur borverka

Nýverið lauk fimm daga námskeiði í stjórnun borverkefna fyrir starfsmenn Geothermal Development Company (GDC) í Kenía. Á námskeiðinu var farið í gegnum þá þætti sem til þarf til að stjórna borun, leysa og greina borvandamál og fleira.
11 starfsmenn GDC sóttu námskeiðið sem var haldið hjá ÍSOR dagana 11.-15. desember síðastliðin. Sérfræðingar ÍSOR sáu um kennsluna ásamt utanaðkomandi aðstoð en aðalleiðbeinendur voru þeir Sverrir Þórhallsson og Kristján Skaphéðinsson.

Myndirnar hér að neðan eru frá skoðunarferð sem hópurinn fór í á Hellisheiði og til Hveragerðis.