[x]
4. maí 2005

Miklar virkjunarframkvæmdir hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Orkuveita Reykjavíkur er stærsti verkkaupi ÍSOR og er útlit fyrir að svo verði áfram. OR vinnur nú að uppsetningu fjórða gufuhverfilsins á Nesjavöllum sem mun auka rafafl virkjunarinnar úr 90 í 120 MW haustið 2005. Þá er unnið að kappi að byggingu Hellisheiðarvirkjunar, en fyrsti áfangi hennar 94MW í rafafli verður kominn í rekstur fyrir haustið 2006. Ekki er útlit fyrir hlé að þessu loknu því OR er þegar farin að undirbúa stækkun Hellisheiðarvirkjunar um helming og áformar boranir á Stóra-Skarðmýrarfjalli vegna stækkunarinnar strax á næsta ári. Auk þessa sem er verið að kanna aðra virkjunarkosti á Hengilssvæðinu.ÍSOR veitir OR alhliða jarðhitaráðgjöf við þessar framkvæmdirnar og sinnir viðamiklum jarðhitarannsóknum á öllum stigum þeirra.