[x]
20. janúar 2016

Mikill áhugi á sérfræðistörfum hjá ÍSOR

Ljósmynd Sigurður Garðar Kristinsson. ÍSOR auglýsti fyrir nokkru sjö störf vegna aukinna umsvifa í jarðhita- og rannsóknarverkefnum. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í þessi sérfræðistörf sem var framar björtustu vonum. Fjöldi umsókna um hvert starf skiptist þannig:

44 sóttu um starf jarðeðlisfræðings.
120 manns sóttu um starf jarðfræðings.
50 sóttu um starf sérfræðings í landupplýsingakerfum.
49 verkfræðingar sóttust eftir þeim tveimur stöðum sem voru auglýstar.
13 sóttu um starf eðlisfræðings.
36 manns sóttu um starf borholumælingamanns.

Gengið hefur verið frá ráðningum. Mjög ánægjulegt er hversu margar umsóknir bárust og þakkar ÍSOR kærlega fyrir sýndan áhuga. Það verða flottir sérfræðingar sem bætast við stafsmannahópinn á næstu vikum og við hlökkum til að njóta krafta þeirra.