[x]
4. ágúst 2005

Merkilegur jarðhiti á Reykjum í Hjaltadal

Í lok júlí var kannað hvort aldarfjórðungsnýting jarðhita á Reykjum í Hjaltadal hefði haft áhrif á volgrur og laugar á yfirborði. Athugunin leiddi í ljós að yfirborðshitinn er óbreyttur frá því sem hann var sumarið 1976, tveimur árum fyrir borun.Reykir er innsti bær í Hjaltadal í Skagafirði. Þar er allnokkur jarðhiti skammt fyrir neðan bæinn. Ein laugin er upphlaðin og nefnist hún Biskupslaug (um 40°C) og mun draga nafn af því að þar skoluðu hinir fornu Hólabiskupar af sér skítinn.