[x]
21. apríl 2015

Meistaranemi í jarðeðlis- eða jarðfræði

Meistaranemi í jarðeðlis- eða jarðfræði

Auglýst er eftir meistaranema til 2ja ára í verkefni á sviði jarðeðlis- eða jarðfræði.

Starfið felur í sér vinnu við fjögurra ára rannsóknarverkefnið IMAGE sem ÍSOR er þátttakandi í ásamt fjölda annarra alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og lýkur haustið 2017 (sjá heimasíðu ÍSOR). Vinnan mun m.a. felast í gerð og þróun hugmyndalíkana af háhitasvæðum en einnig annarri vinnu innan ÍSOR eftir því sem við á. Verkefnið hentar vel sem lokaverkefni til meistaraprófs í jarðeðlis- eða jarðfræði. Nánari upplýsingar veita Sæunn Halldórsdóttir deildarstjóri jarðvísinda (Saeunn.Halldorsdottir@isor.is) og Gylfi Páll Hersir verkefnisstjóri (gph@isor.is). 

Upphaf ráðningar er samningsatriði en æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra náttúrufræðinga við fjármálaráðuneytið og ÍSOR og ef við á með tilliti til viðmiðana Rannís um launagreiðslur til meistara- og doktorsnema.

ÍSOR leggur áherslu á að hækka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði sínu. 

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil þurfa að berast Guðrúnu Erlingsdóttur fjármálastjóra ÍSOR, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík (gudrun.erlingsdottir@isor.is) eigi síðar en 15. maí 2015. Öllum umsóknum verður svarað.