[x]
11. júní 2009

Málþing um rannsóknir í jarðhita

Í tengslum við formlega stofnun alþjóðlegs rannsóknaklasa í jarðhita, GEORG (GEOthermal Research Group), er efnt til opins málþings um jarðhitarannsóknir og nýtingu jarðhita.

Málþingið er haldið í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur, fimmtudaginn 18. júní, kl. 13:30 - 17:00. Þingið mun fara fram á ensku og er öllum opið.
Sjá dagskrá og frekari upplýsingar á vefsíðu GEORGS.

Markmið rannsóknaklasans er að leiða saman aðila á jarðhitasviðinu og mynda sterkt afl til skjótra framfara í jarðhitarannsóknum, verkfræði, og hönnun. Framtíðarsýn klasans er að verða leiðandi afl í alþjóðlegum jarðhitarannsóknum.

ÍSOR er aðili að GEORG ásamt 19 öðrum fyrirtækjum, háskólum, rannsóknastofnunum og verkfræðistofum innanlands og erlendis.