[x]
8. ágúst 2018

Málstofa um túlkun eðlisviðnáms og tengsl við jarðhitavirkni

ÍSOR, í samstarfi við Háskóla Íslands, stendur fyrir málstofu, mánudaginn 27. ágúst nk., um túlkun eðlisviðnáms og tengsl við jarðhitavirkni. Málstofan fer fram á ensku og er yfirskriftin: Interpreting electrical resistivity in terms of hydrothermal activity: Advances and challenges.

 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Málstofan fer fram í húsakynnum ÍSOR að Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Í salnum Víðgelmir, 1. hæð, frá kl. 9-16