ÍSOR er þátttakandi í lokaráðstefnunni um rannsóknarverkefnið DEEPEGS – Deployment of Deep Enhanced Geothermal Systems for Sustainable Energy Business.
Ráðstefnan verður haldin í Reykjavík föstudaginn 24. apríl kl. 8-18. Hún er opin öllum í streymi, en það er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum slóðina: https://bit.ly/2vjicOU
Verkefnið hefur verið í gangi frá árinu 2015 en markmið þess er að kanna möguleika á að framleiða orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem örvuð eru í kjölfar djúpborana allt niður á 4-5 km dýpi. Fjölmörg erindi eru á dagskrá, þar á meðal frá fjórum sérfræðingum ÍSOR. Áætluð tímasetning erindanna er birt hér með fyrirvara um breytingar:
- Kl. 10.55
Egill Árni Guðnason jarðeðlisfræðingur: Seismicity – pre and during IDDP-2 - Kl. 11.05
Gunnar Þorgilsson eðlisfræðingur: Tracking fluid flow between IDDP-2 and the production field - Kl. 11.15
Finnbogi Óskarsson efnafræðingur: Composition of Reservoir Fluids in Well IDDP-2 - Kl. 13.40
Ingólfur Ö. Þorbjörnsson nýsköpunarstjóri: Flexible Couplings – innovation, lab-testing, marketing
Skráning og dagskráin í heild er á vefslóðinni:
https://deepegs.eu/