[x]
27. september 2010

Líf og fjör á Vísindavöku 2010

Vísindavaka Rannís fór fram föstudaginn 24. sept. sl. Mikill áhugi var hjá gestum að skoða ösku frá Eyjafjallajökli í nærmynd. Eitt meginþema ÍSOR á vökunni var að reyna að „lesa í öskuna“.

ÍSOR gaf fólki kost á að skoða mismunandi sýni í viðsjá. Bergsýni sem tekin voru úr djúpborunarholu við Kröflu, úr bráðnu bergi á 2 km dýpi vöktu einnig mikla athygli. Jarðfræðingarnir Christa Feucht, Ásgrímur Guðmundsson og Peter E. Danielsen stóðu vaktina þetta kvöld.

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Vísindavaka er haldin samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins. RANNÍS, Rannsóknamiðstöð Íslands, stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi. Aðsókn að vökunni er alltaf að aukast, og hefur aldrei verið meiri en í ár, gestir voru um 4200.

ÍSOR þakkar öllum fyrir skemmtilega kvöldstund.

Christa Feucht jarðfærðingur með gesti á Vísindavöku Rannís 2010

Áhugasamur jarðfræðingur á Vísindavöku Rannís 2010

Skemmtilegt að sjá hvernig askan frá Eyjafjallajökli getur breyst í stóra steina!

 

Sýningarsvæðið. Vísindavaka Rannís 2010. Ljósmynd: Brynja Jónsdóttir