[x]
1. september 2015

Laust starf sérfræðings í tölvumálum og notendaþjónustu

Sérfræðingur í tölvumálum og notendaþjónustu

Við óskum eftir að ráða sérfræðing til að sinna tölvumálum og notendaþjónustu.

Starfið felst aðallega í notendaaðstoð, uppsetningu og þjónustu á vél- og hugbúnaði starfsmanna auk annarra fjölbreyttra verkefna. Útstöðvar eru ýmist með Windows- eða Linux-stýrikerfum. Starfsmaður sinnir jafnframt eftir atvikum vinnu við miðlæg kerfi, s.s. forritun, formasmíði og fleira tilfallandi.

Hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulögðum vinnubrögðum.
  • Góð þekking á Windows- og Linux-stýrikerfum.
  • Góð þekking á Microsoft-hugbúnaði á útstöðvum.
  • Þekking á notkun sýndarvéla og uppsetning á þeim.
  • Þekking á kerfisrekstri er kostur.
  • Þekking á SharePoint og InfoPath er kostur.

ÍSOR leggur áherslu á að hækka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði sínu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Steingrímsson rekstrarstjóri, netfang gudmundur.steingrimsson@isor.is

Umsóknir ásamt ferilskrá þurfa að berast Valgerði Gunnarsdóttur í starfsmannahaldi, netfang valgerdur.gunnarsdottir@isor.is eigi síðar en

21. september 2015.


ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. ÍSOR stundar margvíslegar þverfaglegar rannsóknir og veitir þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðhita og jarðvísinda og annast kennslu í jarðhitafræðum. ÍSOR er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki heims í rannsóknum og tengdri þjónustu við jarðhitaiðnaðinn og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt.
Aðalstöðvar ÍSOR eru í Reykjavík en jafnframt er rekið útibú á Akureyri.

Starfsmenn eru 73.


Starfsmannastefna