[x]
20. apríl 2022

Laust starf sérfræðings í jarðvísindum

Ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda og stuðningur við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR. Í ljósi vaxandi umsvifa á þeim sviðum leitar ÍSOR nú að metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í jarðvísindum. ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild, framþróun og virðisskapandi lausnir, sem leiði af sér ánægju viðskiptavina. Á þremur fagsviðum; Könnun, Nýting og Vöktun & fræðsla, vinna sérfræðingar saman að fjölbreyttum, krefjandi og áhugaverðum verkefnum í samræmi við stefnu ÍSOR.

Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2022. Sjá nánar hér.