ÍSOR leitar að metnaðargjörnum einstaklingi í starf borholuverkfræðings.
Starfið felur í sér hönnun borholna og borferla, kostnaðargreiningu, tilboðsgerð, eftirlit með borverki og almenna verkfræðivinnu.
Fastur vinnustaður er í Reykjavík. Starfið getur falið í sér vinnu utanbæjar eða utanlands og langan vinnudag á köflum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- MSc- eða doktorspróf í borholuverkfræði, vélaverkfræði eða skyldum greinum.
- Reynsla á sviði borholuhönnunar æskileg.
- Reynsla af vinnu samkvæmt ISO 9001 staðlinum æskileg.
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
ÍSOR leggur áherslu á að hækka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði sínu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingólfur Ö. Þorbjörnsson, deildarstjóri jarðhitaverkfræði (ingo@isor.is).
Umsóknir ásamt ferilskrá þurfa að berast Guðrúnu Erlingsdóttur, fjármálastjóra ÍSOR, gudrun.erlingsdottir@isor.is, eigi síðar en 15. maí 2015.
Sjá ennfremur auglýsingu á vefnum undir laus störf.