[x]
14. nóvember 2018

Kristján Sæmundsson heiðraður fyrir framlag sitt til jarðvísinda

Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hjá ÍSOR, tók nýverið við verðlaunum Jarðfræðifélags Bandaríkjanna (The Geological Society of America, GSA) fyrir framlag sitt til jarðfræðikortlagningar og jarðhitarannsókna.

Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján fékk eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 2015.

Eins og fram kom á vef ÍSOR (9. júlí) er Kristján var tilnefndur þá hlýtur hann verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum. Jarðfræðikortlagning og rannsóknir Kristjáns hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs. Eins hlýtur Kristján viðurkenningu fyrir framlag til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi. Það er varla til sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld.

Barry Voight, fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns og prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, tilnefndi Kristján til verðlaunanna. Hér má nálgast ræðu hans sem og þakkarræðu Kristjáns við verðlaunaafhendinguna.

Á vef GSA má nánar lesa um Kristján sem og aðra verðlaunahafa.

Ljósmyndir hér að neðan eru birtar með leyfi Sigríðar Pálmadóttur.

Kristján flytur þakkaræðu við verðlaunaafhendinguna hjá GSA. Ljósmynd Sigríður Pálmadóttir

Kristján Sæmundsson flytur þakkaræðu við verðlaunaafhendinguna hjá GSA. Ljósmynd Sigríður Pálmadóttir.

Frá vinstri, Kristján Sæmundsson, Barry Voight, Trausti Kristjánsson og Jeff Carson. Þeir þrír þeirra síðast nefndu voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna hjá GEA (Geological Society of America) í Indianapolis. Ljósmynd Sigríður Pálmadóttir.

Frá vinstri, Kristján Sæmundsson, Barry Voight, Trausti Kristjánsson og Jeff Carson. Þeir þrír þeirra síðast nefndu voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna hjá GEA (Geological Society of America) í Indianapolis. Ljósmynd Sigríður Pálmadóttir.

Kristján Sæmundsson og Barry Voight við verðlaunaafhendingu Kristjáns hjá GSA. Ljósmynd Sigríður Pálmadóttir.

Kristján Sæmundsson og Barry Voight við verðlaunaafhendingu Kristjáns hjá GSA. Ljósmynd Sigríður Pálmadóttir.

Verðlaunagripurinn frá GSA (Geological Society of America). Ljósmynd Sigríður Pálmadóttir.

Verðlaunagripurinn frá GSA (Geological Society of America). Ljósmynd Sigríður Pálmadóttir.