[x]
7. nóvember 2014

Kortabók og stafrænn gagnagrunnur af jarðfræði NA-Atlantshafs

Afrakstur verkefnisins er m.a. þessi kortabók sem gefin verður út á almennum markaði árið 2016. Ljósmynd Jón Ragnarsson.Á undanförnum árum hafa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) tekið þátt í fjölþjóðlegu verkefni, sem hlotið hefur heitið NAGTEC. Verkefnið snýst um kortlagningu á botni Norðaustur-Atlantshafs. Þetta er gríðarmikið hafsvæði þar sem Ísland er mjög miðlægt. Að verkinu stóðu níu jarðfræðistofnanir frá Danmörku, Noregi, Færeyjum, Bretlandi, Írlandi, Íslandi, N-Írlandi, Hollandi og Þýskalandi. Verkið var unnið á árabilinu 2011–2014 og fólst í alhliða úttekt á jarðfræði hafsbotnsins. Tilgangurinn var m.a. að veita innsýn í jarðsögulega þróun NA-Atlantshafs, tilurð og opnun svæðisins, rekhraða og rekstefnu, eldvirkni sem þar hefur orðið, þykkt jarðskorpunnar og þróun setmyndunar. Það hefur einnig skerpt sýn manna á segulsvið, þyngdarsvið, jarðefnafræði og hitaflæði úr iðrum jarðar. Íslenskar orkurannsóknir sáu um úrvinnslu gagna sem varða hafsbotninn kringum Ísland, bæði um landgrunnið sjálft og úthafsbotninn langt suður og norður í höf. Jan Mayen svæðið var einnig nánast alfarið undir hatti ÍSOR.

Afrakstur verkefnisins er kortabók og víðtækur stafrænn gagnagrunnur af svæðinu. Verkefnið var að helmingi styrkt af olíuleitarfyrirtækjum sem hafa forgangsaðgang að gögnunum og hafa þau nú þegar í höndunum. Kortabókin verður síðan gefin út á almennum markaði árið 2016 og gagnagrunnurinn verður opnaður og öllum frjáls til afnota árið 2019.

Árni Hjartarson jarðfræðingur var verkefnisstjóri fyrir hönd ÍSOR og að hNAGTEC-svæðið og miðlæg staða Íslands.ans sögn er ljóst að ávinningur af þessu verkefni verður margþættur, bæði fræðilegur og hagnýtur. Á hinu fræðilega sviði fæst aukin þekking á jarðsögulegri þróun Norðaustur-Atlantshafs. Á hinu hagkvæma sviði fæst þekking á hugsanlegum auðlindum og nýtingu þeirra. Þar með teljast hugsanlegar olíu- og gaslindir á hafsbotni og líkur á olíusvæðum í íslenskri lögsögu. Einnig má nefna að þátttaka í verkinu styrkir stöðu Íslands í hafréttarmálum, til dæmis á Hatton-Rockall svæðinu.

Verkefninu er formlega lokið en nýtt samstarfsverkefni er í undirbúningi sem byggist á grunni hins fyrra.

Vefsíða verkefnisins: http://nagtec.org/

Hópurinn sem vann að NAGTEC verkefninu frá ÍSOR fagnar við útgáfu kortabókarinnar. Ögmundur Erlendsson, Árni Hjartarson, Anett Blischke og Sigurveig Árnadóttir.