[x]
29. nóvember 2006

Kjarnaborun í Kröflu

Þessa daga stendur yfir kjarnaborun á vestursvæðinu í Kröflu,  Kjarnaholan KH-5 er staðsett skammt vestur af Hvíthólaklifinu, við veginn sem liggur að holu KV-1, fyrstu djúpu rannsóknarholunni á vestursvæðinu. Stefnt er að því að holan verði allt að 500 m djúp. Með rannsókn kjarnans fæst skýr mynd af uppbyggingu og ummyndunarsögu jarðlagastaflans. Hitamælingar gefa síðan til kynna hvort ummyndunin endurspegli núverandi hitaástand í efsta hluta jarðlagastaflans. Það er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem sér um borverkið en jarðborinn Einráður er notaður til verksins. Eftir forborun fyrir fóðringu, og ýmsan annan undirbúning, hófst kjarnataka á 150 m dýpi að kveldi mánudagsins 27. nóvember. Borkjarni í kjarnakassa - ljósmynd Sigurður Sveinn Jónsson