[x]
26. september 2006

Kínversk sendinefnd í heimsókn í Orkugarði

Sendinefnd frá Jarðfræðistofnun Kína heimsótti Orkugarð í vikunni. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér jarðhitarannsóknir og jarðhitanýtingu á Íslandi. Aðstoðarforstjóri jarðfræðistofnunarinnar, Li Guangyong, leiddi nefndina sem taldi sex manns þar af var einn frá jarðfræðistofnun Xian héraðs og annar frá jarðfræðistofnun Tsjensin héraðs en á báðum stöðum er umtalsverður jarðhita. Frá ÍSOR sátu fundinn Ólafur G. Fóvenz, Guðni Axelsson og Steinunn Hauksdóttir.