[x]
11. janúar 2005

Jose Rial í heimsókn

Dagana 14–17 janúar verður prófessor Jose A. Rial hér á landi til að kynna rannsóknir sem gerðar voru í Kröflu síðastliðið sumar. Þarna var um áhugaverðar nýjungar að ræða sem gengu út á að skoða klofnun S-bylgna, auk þess sem þrívíddardreifing hljóðhraða í bergi var skoðuð auk kortlagningar á skjálftaupptökum. Rannsóknarhópar á vegum háskólanna Chapel Hill og Duke í Norður Karólínufylki stóðu að þessum rannsóknum, með styrk frá Landsvirkjun og ÍSOR. Er vonast til að með rannsóknum af þessu tagi megi fá skýrari mynd af sprungustefnum og sprunguþéttleika á jarðhitasvæðum, en slíkar upplýsingar eru mjög mikilvægar fyrir skilning manna á jarðhitakerfum. Ef niðurstöðurnar lofa góðu, er líklegt að framhald verði á þessum rannsóknum og mun Orkuveita Reykjavíkur íhuga að fá Jose og samstarfsmenn hans til frekari verkefna á Hengilssvæðinu næsta sumar.