[x]
24. september 2012

Jarðskjálftar verða umræðuefni ÍSOR á Vísindakaffi Rannís

Sigríður Kristjánsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR tekur þátt í Vísindakaffi 25. september á Súfistanum, Máli og menningu, Laugavegi, kl. 20-21.30.

 
Sigríður ætlar að ræða við fólk um jarðskjálfta og þær spurningar sem kunna að vakna er tengjast þeim. Spurningar eins og: Er jörðin að segja okkur eitthvað? Hvað er jarðskjálfti? Hvað geta jarðskjálftar sagt okkur um jörðina okkar? Höfum við eitthvað um það að segja hvar eða hvenær jarðskjálfti á sér stað? Eru þeir alltaf óvelkomnir eða eru þeir lykillinn sem opnar okkur dyr að huliðsheimum jarðskorpunnar?

Rannís stendur fyrir vísindakaffikvöldunum og eru þau í tengslum við vísindavökuna. Markmiðið með kaffikvöldunum er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf þess. Vísindakaffin eru haldin á Súfistanum, Máli og menningu, Laugavegi, 24., 25., 26. og 27. september kl. 20:00-21:30 hvert kvöld. Þar kynna vísindamenn á ýmsum fræðasviðum rannsóknir sínar sem allar eiga það sameiginlegt að höfða til fólks á öllum aldri.

Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum.