Skrifað hefur verið undir verksamning milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um jarðhitaverkefni í Níkaragva. Samningurinn felur í sér að ÍSOR veitir sérfræðiaðstoð á sviði jarðhita í Níkaragva á tímabilinu frá 2009 til 2012. Verkið er hluti af þróunaraðstoð Íslendinga í samvinnu við stjórnvöld og hefur það markmið að byggja upp færni og þekkingu innan ríkisstofnana sem koma að þróun jarðhitaauðlinda í landinu.
Verkefnisstjóri af hálfu ÍSOR er Þráinn Friðriksson.
Nánar má lesa um verkefnið á vefsíðu ÍSOR.
Einnig er hægt að fylgjast með verkefninu á fréttasíðum ÍSOR:
Ráðgjafar ÍSOR við störf í Níkaragva (02.07.2009)
Námskeið í borholujarðfræði á vegum ÍSOR í Níkaragva (29.01.2009)