[x]
19. desemeber 2003

Jarðhitaverkefni í Íran.

 

Yfirverkefnisstjóri ÍSOR er nýkominn frá Íran, en hann fór þangað ásamt framkvæmdastjóra Enex til að ræða við SHUNA (Orkustofnun Írana) og nokkrar verkfræðistofur um samstarf í jarðhitaverkefnum. Ferðin nú var farin í tengslum við opinbera heimsókn utanríkisráðherra til Íran, en umræður um samstarf hófust sumarið 2002 er sendinefnd frá SHUNA og orkumálaráðuneyti Írans kom hingað gagngert til að ræða við Íslendinga um jarðhitamál. Þessu var síðan fylgt eftir síðastliðið vor þegar þrír   sérfræðingar (2 frá ÍSOR og 1 frá VGK) fóru á vegum Enex til að skoða aðstæður.

 
 Sabalan eldfjallið

Nokkur jarðhiti er í Íran en nýting hefur hingað til verið fyrst og fremst til baða og lítils háttar til fiskeldis. Efnilegasta háhitasvæðið er í hlíðum Sabalan eldfjallsins (sjá mynd) og hafa heimamenn uppi hugmyndir um að reisa þar allt að 100 MW gufuaflsstöð. SHUNA er að ljúka fyrsta rannsóknarfasanum í Sabalan með borun þriggja, 3 km djúpra rannsóknarholna, og hafa Ný Sjálendingar verið þeim til ráðgjafar. SHUNA vill fá Íslendinga inn í jarðhitann hjá sér til að endurskoða og meta rannsóknirnar í Sabalan og leiðbeina þeim um framhaldið þar og jafnvel taka að sér virkjunarframkvæmdirnar verði þær hagkvæmar. Þá vilja þeir einnig fá hjá okkur ráðgjöf, hönnun og fjárfestinu við nýtingu lághitans einkum til að efla ferðamennsku en einnig til gróðurhúsaræktuna. Húshitun er hins vegar tæplega inni í myndinni þar sem ódýrt og niðurgreitt gas er boðstólunum í miklum mæli í þessu mikla olíuríki.

 

Hvort er þessi hola í Íran eða á Íslandi?