[x]
13. apríl 2011

Jarðhitaverkefni í Dóminíku

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafa nýverið undirritað samning við stjórnvöld á Dóminíku um þjónustu við þær boranir sem Jarðboranir munu sinna í sumar.

Við undirritun samningsins við stjórnvöld í Dóminíku.Verkefni ÍSOR á staðnum verða þríþætt.
  1. Að sjá um borholujarðfræðina á staðnum auk hita- og þrýstimælinga á meðan á borun stendur.
  2. Að annast rennslisprófanir á holunum auk sýnatöku á vökva.
  3. Að sjá um þann hluta umhverfisvöktunar sem snýr að eftirliti með mengun á grunnvatni í tengslum við boranir og rennslisprófanir.
Áætlað er að þessi vinna hefjist um mánaðamótin júní/júlí og munu boranir standa yfir í allt að 4–5 mánuði. Umhverfisvöktunin mun standa lengur yfir, eða í allt að 10–12 mánuði.
 

Jarðfræðikort af Dóminíka.Dóminíka er lítil eldfjallaeyja í sunnanverðu Karíbahafi (Vestur-Indíum). Um er að ræða sjálfstætt ríki, fyrrverandi nýlendu Breta, með um 70.000 íbúum. Eyjan er um 750 ferkílómetrar að stærð. Töluverður jarðhiti er á eyjunni og eru nú uppi áætlanir um að bora þrjár grannar rannsóknarholur á sunnanverðri eyjunni, á svæði sem kallast Wotten Waven, um 5 km austan við höfuðstaðinn Roseau.