[x]
19. maí 2010

Jarðhitaskólinn settur í 32. sinn

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er þessa dagana að hefja sitt 32. starfsár. ÍSOR hefur átt farsælt samstarf við skólann frá upphafi og tekið þátt í að þjálfa nemendur frá hartnær 43 löndum.

Hópurinn, sem nú hefur sex mánaða sérhæft nám við skólann, samanstendur af 28 jarðvísindamönnum og verkfræðingum frá 15 þjóðlöndum (Djíbútí, Dóminíska lýðveldinu, El Salvador, Erítreu, Eþíópíu, Indónesíu, Kenía, Kína, Kostaríka, Kómoreyjum, Mongólíu, Nevis, Níkaragva, Rúanda og Jemen). Þetta er stærsti hópurinn sem hingað til hefur komið til skólans en áður hafa nemendur verið flestir 22.

Sérfræðingar ÍSOR sjá um kennslu í sérhæfðum fögum eins og borholujarðfræði, borverkfræði, jarðeðlisfræði, efnafræði, forðafræði, jarðhitanýtingu, verkfræði og umhverfisfræði. Auk þess sjá margir um verklega þjálfun og í ár verða það 17 nemendur sem sérfræðingar ÍSOR þjálfa og leiðbeina við gerð lokaverkefnis, sem nemendurnir munu kynna í lok námsins í október n.k. Nánari upplýsingar má sjá á vef Jarðhitaskólans.

ÍSOR býður nemana velkomna til landsins og hlakkar til samstarfsins.

Myndirnar hér að neðan eru teknar í kynningarhófi Jarðhitaskólans.

Huti af nemum Jarðhitaskólans árið 2010.

Tveir nemar ásamt leiðbeinendum.