[x]
19. janúar 2011

Jarðhitanámskeið í El Salvador

Íslendingar miðla af jarðhitaþekkingu sinni til Mið-Ameríkuþjóða.

Þessa vikuna stendur yfir námskeið á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í El Salvador undir yfirskriftinni „Short Course on Geothermal Drilling, Resources Development and Power Plants“.  Á námskeiðinu er m.a. fjallað um hönnun og staðsetningu borholna, hvernig meta skal orkuforða jarðhitasvæða og uppbyggingu virkjana.

Þátttakendur eru um 60 og koma frá Mið- og Suður-Ameríku, auk landa í Karíbahafi.

Leiðbeinendur eru, auk starfsmanna ÍSOR og Jarðhitaskólans, frá Mið- og Suður-Ameríku, Karíbahafinu, Filippseyjum og Alþjóðlega þróunarbankanum (International Development Bank.)

Námskeiðið er, eins og nefnt hefur verið, á vegum Jarðhitaskólans og er hluti af framlagi Íslands til Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.