[x]
2. desemeber 2005

Jarðhitabókin tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna

Jarðhitabók eftir Guðmund Pálmason, fyrrum forstöðumann Jarðhitadeildar, hlaut í gær tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita ásamt fjórum öðrum fræðibókum. Hið íslenska bókmenntafélag gaf bókina út snemma á árinu í samvinnu við ÍSOR og Orkustofnun, sem stóðu fyrir og kostuðu ritun hennar. Guðmundur hóf vinnu við bókina árið 1997 og lauk við handrit hennar tveimur vikum áður en hann lést í mars 2004. Þá tóku Sveinbjörn Björnsson, fyrrum háskólarektor, og Ólafur Pálmson, mag art, bróðir Guðmundar, að sér að búa handritið til prentunar.  Bókin fjalla um hina einstæðu sögu jarðhitarannsókna og jarðhitanýtingar á Íslandi og lýsir á einfaldan hátt þeirri tækni sem notuð er. Hún er rituð með það í huga að hún geti höfðað til allra þeirra sem vilja kynna sér þessi mál, jafnt almennings sem sérfræðinga. Við ritun bókarinnar naut Guðmundur m.a. aðstoðar fjölmargra þeirra sem voru þátttakendur í sköpun þessarar sögu. Jarðhitabókin ásamt viðurkenningargrip - Ljósmynd Magnús Ólafsson Í ritdómi í Morgunblaðinu í maí 2005 segir Ágúst H. Bjarnason m.a. um bókina:

" Það yrði æði langt mál, ef fara ætti yfir öll atriði bókarinnar hér, en látið skal duga að hvetja menn til þess að lesa hana. Efnið er sett fram á einstaklega ljósan máta og ekkert slegið af fræðilegum kröfum. Hin flóknustu atriði eru oft skýrð með einföldum dæmum á hnitmiðaðan hátt, svo að flestir ættu að geta skilið höfuðdrætti. Undirrituðum er til efs að völ sé á betra yfirlitsriti en þessu."

   Höfundar og fulltrúar þeirra sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ljósmynd Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, veitti tilnefningunni viðtöku í sjónvarpssal fyrir hönd aðstandenda bókarinnar.