[x]
6. ágúst 2013

Jarðfræðikortin til sölu á landsbyggðinni

Jarðfræðikort ÍSOR eru til sölu víða um land.ÍSOR hefur gefið út tvö jarðfræðikort í mælikvarðanum 1:100 000. Jarðfræðikort af Suðvesturlandi kom út 2010 og af Norðurgosbelti landsins á síðasta ári í samstarfi við Landsvirkjun. Jarðfræðikortin  eru fáanleg víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu má nálgast jarðfræðikortin í flestum bókaverslunum Eymundsson, hjá Forlaginu að Fiskislóð og hjá upplýsingamiðstöðinni á Þingvöllum. Jarðfræðikort af Norðurgosbelti landsins er auk þess til sölu hjá upplýsingamiðstöðinni á Mývatni, í Ásbyrgi og hjá Jarðböðunum á Mývatni og í bókaverslun Þórarins á Húsavík.

Nú er bara að drífa sig af stað og skoða landið út frá öðru sjónarhorni.

Nánari upplýsingar um kortin má lesa hér á vefnum.