[x]
4. september 2013

Jarðfræðiganga um Búrfellsgjá á degi íslenskrar náttúru

Búrfellsgjá. Ljósmynd Inga Kaldal.Í tilefni af degi íslenskrar náttúru, 16. september, býður ÍSOR til jarðfræðigöngu um Búrfellsgjá og Búrfell. Gengið er um hrauntröðina og á Búrfell. Á leiðinni verður rýnt í jarðfræðina með aðstoð nýútkomins jarðfræðikorts af Suðvesturlandi þar sem hraun, sprungur, misgengi, grunnvatn og mannvistarleifar koma við sögu.
Leiðsögn er í höndum jarðfræðinganna Árna Hjartarsonar og Sigurðar G. Kristinssonar.

Brottför kl. 17.30 frá bílastæðinu Hjöllum við Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk (ekið meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum. Stuttu eftir að malbiki sleppir er brött beygja á veginum. Þar á hægri hönd er varða og örfáum metrum frá henni er bílastæði á vinstri hönd).

Áætluð heimkoma kl. 20.00

Þægileg ganga sem hentar öllum aldurshópum. Mælt er með því að hafa með sér gott nesti.

 

Fjölbreytt dagskrá er í boði á þessum degi og hægt er að kynna sér hana á sérstöku vefsvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.