[x]
29. ágúst 2013

Jarðfræði á afmælishátið Akureyrar

Ljósmynd Haukur Jóhannesson.ÍSOR tekur þátt í Akureyrarvöku í fyrsta sinn. Til stendur að koma upp vísindasetri í Rósenborg á afmælishátíð Akureyrar laugardaginn 31. ágúst nk. Jarðfræðingur frá ÍSOR verður á staðnum til að veita innsýn í sitt starf. Meðal annars veður athugað hvaða upplýsingar steinar geta gefið okkur og gestir fá að spreyta sig við að greina bergtegundir.

Við hlökkum til að sjá sem flesta í vísindasetrinu Rósenborg og óskum öllum góðrar skemmtunar.