[x]
13. júlí 2005

Jarðeðlisfræðimælingar sumarið 2005

Nú í sumar er mikið um að vera í jarðeðlisfræðimælingum. Farfuglarnir okkar, eins og við köllum sumarstarfsmenn okkar, taka drýgstan þátt í mæliútgerðinni, en þau eru öll háskólanemar í greinum sem nýtast til jarðvísinda.TEM-viðnámsmælingar eru notaðar til að kanna stærð háhitakerfa niður á 1000 metra dýpi. Í sumar er mælt á Hveravöllum á Kili; lokið við mælingar á Þeistareykjum og nokkrum mælingum bætt við á Hengilssvæði.Bylgjubrotsmælingum er beitt til að kanna berggerð t.d. þar sem menn hyggja á gangagerð. Í sumar hafa menn kannað berg frá „Landi til Eyja” vegna hugsanlegra Vestmannaeyjaganga. Á næstunni stendur til að gera sams konar könnun á Kárahnjúkasvæði og kanna síðan vegastæði á Vestfjörðum.Segulmælingum er beitt til að kanna legu ganga og brota í bergi. Þeim verður beitt á næstunni á Kárahnjúkasvæði svo og í nokkrum minni verkefnum í Skagafirði og Eyjafirði.Á myndinni eru Tem mælingamenn í basli