Á vef morgunblaðsins kemur fram að fréttavefur BBC fjallar um djúpborunarverkefnið. Umfjöllun BBC hefst á orðunum: Jarðfræðingar á Íslandi eru að bora beint að hjarta eldfjalls. Á forsíðu BBC er ítarleg umfjöllun um Ísland og jarðborunarverkefni sem kostar 20 milljónir punda, tæpa 2,6 milljarða króna. BBC ræðir meðal annars við jarðfræðinginn Guðmund Ómar Friðleifsson í greininni, jarðgufuaflsvirkjun og Bláa lónið. Umfjöllun BBC