[x]
14. ágúst 2013

ÍSOR tekur þátt í rannsóknarleiðangri á Reykjaneshrygg

Sigvaldi Thordarson, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR, tekur þátt í 5 vikna leiðangri rannsóknarskipsins R/V Marcus G. Langeseth sem hófst 13. ágúst 2013.

R/V Marcus G. LangesethTilgangur leiðangursins er að kanna hvernig Reykjaneshryggur hefur þróast á jarðsögulegum tíma og sérstaklega hvernig áhrif heita reitsins undir Íslandi hafa mótað hann. Svæðið sem rannsakaðverður í þessum leiðangri er báðum megin við svo kallað Bight Fracture Zone, nálægt 57°N, sem er um 1000 km suðvestur af Reykjanestá, en á þessu svæði breytist stefna og ásýnd hryggjarins töluvert. 

Skipið er búið öllum helstu tækjum til jarðeðlisfræðilegra mælinga og er í eigu NSF (National Science Foundation) í Bandaríkjunum. Kannað verður hafdýpi (Multi Beam) og segul- og þyngdarvið á svæðinu en þær mælingar eru hluti rannsókna sem ÍSOR hefur sinnt fyrir stjórnvöld vegna krafna Íslands í hafréttarmálum.