[x]
23. maí 2018

ÍSOR tekur þátt í fagþingi Samorku

Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið að Hótel Örk í Hveragerði dagana 23. – 25. maí 2018. Samorka stendur að þinginu en það er haldið á þriggja ára fresti og er einn stærsti vettvangurinn fyrir veitugeirann til að koma saman sem ein heild og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni.

Fyrir hönd ÍSOR verða fimm sérfræðingar með erindi um ýmis jarðhitamál á þinginu, allt frá framtíðarmöguleikum fyrir hitaveitur og að nýtingu og verndun vatnsauðlindarinnar. 

Erindi sérfræðinga ÍSOR:

Auður Agla Óladóttir jarðfræðingur
Hvar væri unnt að fjölga jarðhitaveitum á Íslandi?
fimmtudagur 24. maí kl. 15-16.40

Steinunn Hauksdóttir yfirverkefnisstjóri og sviðsstjóri lághita og náttúrufars
Grunnvatn og saltur sjór: Rannsóknir og reglugerðir
fimmtudagur 24. maí kl. 15-16.40

Heimir Ingimarsson jarðfræðingur
Jarðhitaleit fyrir Árborg: Aðferðir og árangur
föstudagur 25. maí kl. 9-10.40

Sigurveig Árnadóttir jarðfræðingur
Jarðhitaleit á landi og sjó í Eyjafirði
föstudagur 25. maí kl. 9-10.40

Guðni Axelsson deildarstjóri kennslu og þróunar
Kostir og gallar niðurdælingar í lághitasvæði
föstudagur 25. maí kl. 9-10.40

Dagskrána í heild má nálgast á vef Samorku.