[x]
13. febrúar 2010

ÍSOR tekur þátt í evrópskum degi doktorsnema í jarðhita

ÍSOR var þátttakandi í evrópskum degi doktorsnema um jarðhitarannsóknir (European Geothermal PhD day) sem haldinn er í dag, 12. febrúar 2010, í Potsdam í Þýskalandi.

Á þessum degi gefst doktorsnemum, sem stunda nám við jarðhitastofnanir og háskóla tækifæri til að kynna verkefni sín og mynda tengsl við aðra evrópska nemendur. Íslenskir þátttakaendur voru auk nema frá  ÍSOR, doktorsnemar frá Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur.

Þátttakendur frá ÍSOR eru jarðeðlisfræðingarnir Arnar Már Vilhjálmsson og Héðinn Björnsson sem kynna doktorsverkefni sín. Jarðfræðingarnir Helga M. Helgadóttir og Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir sem kynna meistaraverkefni sín. Öll verkefnin eru unnin í samstarfi við íslenska og erlenda háskóla auk sérfræðinga ÍSOR.

Þátttakendur frá ÍSOR á degi evrópskra doktorsnema í Potsdam í Þýskalandi.