[x]
7. desemeber 2012

ÍSOR stuðningsaðili alþjóðlegrar jarðhitaráðstefnu IGC 2013

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna, Iceland Geothermal Conference 2013 (IGC2013), verður haldin hér á landi í Hörpu dagana 5. - 8.mars 2013. ÍSOR skrifaði nýverið undir samning sem bakhjarl ráðstefnunnar.

Megin viðfangsefni ráðstefnunnar eru jarðvarmaleit og –athuganir (Exploration), framkvæmd jarðvarmaverkefna (Realization) og hvaða fjölbreyttu nýtingarmöguleika jarðhitinn hefur (Utilization).

Fyrirlesarar koma frá um 20 þjóðlöndum, meðal þeirra eru þeir Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR og Guðni Axelsson deildarstjóri jarðeðlis- og forðafræði. Auk fræðilegra fyrirlestra verður haldin sýning í tengslum við ráðstefnuna þar sem fyrirtæki kynna starfsemi sína. ÍSOR vonast til að hitta viðskiptavini sína á sýningarsvæðinu á kynningarbás nr. 6.

Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og sýninguna má finna á vef Iceland Geothermal Conference www.geothermalconference.is