[x]
3. nóvember 2011

ÍSOR á stærstu jarðhitaráðstefnu Bandaríkjanna

ÍSOR tók þátt í einni stærstu alþjóðlegu jarðhitaráðstefnu Bandaríkjanna dagana 23.-26. október sl. í San Diego í Kaliforníu.

Það eru jarðhitasamtök í Bandaríkjunum, Geothermal Resource Council (GRC) og Geothermal Energy Association (GEA), sem standa að þessari ráðstefnu sem haldin er á hverju ári. Um 2500 manns sóttu ráðstefnuna frá 14 löndum.

ÍSOR var með kynningarbás ásamt verkfræðistofunni Verkís undir merkjum sameiginlegs fyrirtækis þeirra, GeoThermHydro. GeoThermHydro er með aðsetur í Chile en unnið hefur verið að því að markaðssetja jarðhitaþekkingu, rannsóknir og byggingu jarðhitavirkjana í Suður-Ameríku undanfarin ár.

Jarðhitasérfræðingar ÍSOR áttu einnig þátt í nokkrum erindum sem flutt voru á ráðstefnunni. Hægt er að nálgast þau hér að neðan á PDF formi.